Áfram í innihald

Endurnýjun líftíma og skreytingar

Endurnýjun líftíma flíkur og fataskreytinámskeið.

Örnámskeið í aðferðum til að skreyta flíkur.

Helgarnámskeið 2 dagar,  - laugardag og sunnudag  kl. 9 – 14, dagana 24. og 25. September.

Á námskeiðinu er farið í nokkrar aðferðir  við að skreyta flíkur, til að lífga upp á þær eða skreyta og breyta þeim, og endurnýja líf þeirra.

Námskeiðið er haldið í Saumu að Hátúni 12, 105 Reykjavík.

Aðeins eru 7-9 þátttakendur á námskeiði, og er fyrir fullorðna 18 ára og eldri.  

Námskeiðið er 10 klukkustundir og kostar 22.000. kr.

ATH. hægt er að sækja um styrk til stéttarfélaga vegna námskeiðsins.

Staðfestingargjald 8.000. kr. þarf að greiða í síðasta lagi viku fyrir námskeiðið til að tryggja sér pláss, inn á reikning 0117-26-25052, kt. 570889-1259, restin af námskeiðsgjaldinu er svo greidd áður en námskeiðið byrjar.
Frekari upplýsingar veita Sveinn 892-1170 og Helga 664-1271 eða í sveinndal@sauma.is, einnig á https://sauma.is/

Leiðbeinandi á námskeiðinu er Helga Rún Pálsdóttir klæðskerameistari og fatahönnuður, leikmynda-og búningahöfundur og hattahönnuður. Helga Rún er með mikla reynslu í saumaskap og sniðagerð og hönnun, og er meðal annars formaður sveinsprófnefndar í klæðskurði.

Aðferðir sem verða kynntar og farið er í gegnum eru t.d:

Þæfa í flíkur,  flos, strauj-líma og sauma efni á, klippa göt,, silkiblómagerð með eggstraujárni og bruna, fellingar (munstur með fellingum) saumur, snúruskreyting, útsaumur.

Nemendur koma með flík sem þeir ætla að skreyta, 

Unnið er með efni úr Saumu, en þátttakendur fá 30% afslátt af efniskaupum.

Það sem að þarf að hafa með sér, er flík sem á að skreyta og helstu verkfæri til sauma, saumavél, skæri, títuprjónar, málband og svo framvegis einnig útsaumsgarn, og perlur ef þáttakendur ætla að nota slíkt.

En Sauma er með flest allt til sölu á staðnum svo sem efni, sniðapappír, nálar, tvinna, tölur, borða, flisofix og flísilín og margt fleira.

Mikið úrval er af efnum í Saumu sem eru notuð við námskeiðið og þátttakendur fá 30% afslátt af efniskaupum.