Áfram í innihald

Herrafata Saumanámskeið

Herrafata saumanámskeið í Saumu 2021.

Saumanámskeiðið er haldið í Saumu að Hátúni 12, 105 Reykjavík.

Kvöldnámskeið herra saumur, 6 kvöld, tvisvar sinnum í viku, frá kl. 18-21, mánudaga og fimmtudaga.

Næstu námskeið: ????????

Aðeins eru 6-8 þátttakendur á námskeiði.

Þátttakendur sauma sér flík að eigin vali, og unnið er með efni úr Saumu, en þátttakendur fá 30% afslátt af efniskaupum.

Leiðbeinandi á námskeiðinu er Helga Rún Pálsdóttir klæðskerameistari og fatahönnuður, leikmynda-og búningahöfundur og hattahönnuður.

Aðstoðar leiðbeinandi er Atli Geir Alfreðsson fatahönnunarnemi og áhugamaður um herraföt.

Helga Rún er með mikla reynslu í saumaskap og sniðagerð og hönnun, og er meðal annars formaður sveinsprófnefndar í klæðskurði.

Námskeiðið er 18 klukkustundir og kostar 35.000. kr.

ATH. hægt er að sækja um styrk til stéttarfélaga vegna námskeiðsins, með kvittuninni frá námskeiðinu.
Staðfestingargjald 10.000. kr. þarf að greiða í síðasta lagi viku fyrir námskeiðið til að tryggja sér pláss, inn á reikning 0117-26-25052, kt. 570889-1259, restin af námskeiðsgjaldinu er svo greitt áður en námskeiðið byrjar.
Frekari upplýsingar veita Sveinn 892-1170 og Helga 664-1271 eða í sveinndal@sauma.is.

Á námskeiðinu saumar hver sér flík að eigin vali, buxur, skyrtu, vesti, peysu og farið er í gegnum það helsta sem að þarf að hafa í huga þegar flík er saumuð.

Sniðagerð:
Máltaka er kennd, hvernig á að taka upp snið úr sniðablöðum, hvernig taka á upp snið af annarri flík, efnisnotkun, hvernig leggja á snið á efni og klippa það.

Samsetning:
Verkröðun við að setja saman flík, frágangur og ýmisleg atriði svo sem rennilása ísetning, saumför, faldur og hálsmál, límfóður.

Saumavélar:
Farið er í það helsta um saumavélar, saumavélafætur og stillingar og hvenær hvert spor er notað og mismunandi nálar og tvinna..


Viðhald fata:
Farið í það hvernig buxur eru styttar og saumsprettur lagfærðar og tölur festar á og ýmist viðhald á fatnaði.

Stuttlega verður farið í það hvað klæðir best og hvað skal varast í sniðum, og efnisvali.

Það sem að þarf að hafa með sér, eru helstu verkfæri til sauma, saumavél, skæri, títuprjónar, málband og svo framvegis.
En Sauma er með flest allt til sölu á staðnum svo sem efni, sniðapappír, nálar, tvinna, rennilása og tölur og margt fleira.

Í ljósi þessara skrítnu tíma minnum við á að við erum með spritt og einnota hanska á staðnum og sótthreinsum borð og áhöld fyrir hvert kvöld, og reynum að virða nálgunarreglur, og komum með maska.

P.s. förum einnig í maska saum.