Áfram í innihald

Leggingsnámskeið

Örnámskeið í að sauma Leggings!

Langar þig að koma og sauma þér þínar eigin leggings?

Við verðum með Örnámskeið í að sauma leggings 

Eitt kvöld, fimmtudagskvöld 6. október, kl.18-21.

Við verðum með örnámskeiðí leggingssaum í Saumu Hátúni 12, þar sem þáttakendur sníða og sauma sínar eigin leggings eða sokkabuxur. 

Þetta eru leggings sem góðar eru í yoga, ræktina, hversdags og líka hægt að hafa sokk á þeim og þá eru þær sokkabuxur, úr spandex efni og ýmsum litum og munstrum.

Þáttakendur skrá sig og takmarkaður fjöldi, aðeins 8 komast að.

Námskeiðið kostar 6.500.kr. en að auki kaupa þáttakendur sér efni og tvinna, á staðnum.

Athugið að þetta er námskeið fyrir fullorðna 18 ára og eldri,  og greiða þarf námskeiðsgjaldið  við skráningu inná reikning  0117-26-25052, kt. 570889-1259.

Skráning er hjá Helga 664-1271 og Sveinn 892-1170 eða í sveinndal@sauma.is, einnig á  https://sauma.is/   

Á námskeiðinu  saumar hver sér einar leggings og lærir ferlið að sníða þær og sauma.

Snið er á staðnum og aðeins unnið með (Spandex) efnin  og tvinna sem keypt eru á staðnum í Saumu. 

Þáttakendur koma með eigin saumavél en geta einnig fengið afnot af overlock vél til að sauma leggings buxurnar á staðnum.