Örnámskeið í:
Saumavélum og praktískum atriðum um saumavélar
Kvöldnámskeið 1 kvöld, einu sinni frá kl.18-19:30.
Fimmtudaginn 19 Janúar 2023
Námskeiðið er haldið í Saumu að Hátúni 12, 105 Reykjavík.
Leiðbeinandi á námskeiðinu er Helga Rún Pálsdóttir klæðskerameistari og fatahönnuður, leikmynda-og búningahöfundur og hattahönnuður. Helga Rún er með mikla reynslu í saumaskap og sniðagerð og hönnun, og er meðal annars formaður sveinsprófnefndar í klæðskurði.
Námskeiðið er 1,5 klukkustund og kostar kr.4.000.
Aðeins eru 6 þátttakendur á námskeiði, og er fyrir fullorðna 18 ára og eldri.
Borga þarf námskeiðið við skráningu til að tryggja sér pláss, inn á reikning 0117-26-25052, kt. 570889-1259.
Frekari upplýsingar veita Sveinn 892-1170 og Helga 664-1271 eða í sveinndal@sauma.is, einnig á https://sauma.is/
Farið er í það helsta um saumavélar og stillingar og hvenær hvert spor er notað og mismunandi nálar og tvinni, einnig um saum á mismunandi efnum.
Þetta er hugsað til að fólk kynnist saumavélinni sinni betur og sé öruggra þegar það kemur á námskeið til okkar og ekki þurfi að eyða tíma í að finna útúr saumavélinni og eyða tíma í það á öðrum námskeiðum.
Það sem að þarf að hafa með sér, er saumavél og helstu verkfæri til sauma, tvinni og svo framvegis.
En Sauma er með flest allt til sölu á staðnum svo sem saumavéla nálar og efni, sniðapappír, tvinna, rennilása og tölur og allt sem þarf til að sauma.