Áfram í innihald

Stytta og breyta buxum

Örnámskeið í Stytta og breyta buxum

Þetta er kvöldnámskeið, 1 kvöld, frá kl. 18-21, fimmtudaginn þann 15. september.

Námskeiðið er haldið í Saumu að Hátúni 12, 105 Reykjavík.

Leiðbeinandi á námskeiðinu er Helga Rún Pálsdóttir klæðskerameistari og fatahönnuður, leikmynda-og búningahöfundur og hattahönnuður. Helga Rún er með mikla reynslu í saumaskap og sniðagerð og hönnun, og er meðal annars formaður sveinsprófnefndar í klæðskurði.

Námskeiðið er 3 klukkustundir og kostar  6.500 kr.

Aðeins eru 7-8 þátttakendur á námskeiði, og er fyrir fullorðna 18 ára og eldri.  

Borga þarf námskeiðið um leið og maður skráir sig til að tryggja sér pláss, inn á reikning 0117-26-25052, kt. 570889-1259.

Frekari upplýsingar veita Sveinn 892-1170 og Helga 664-1271 eða í sveinndal@sauma.is, einnig á https://sauma.is/

Á námskeiðinu er farið í nokkrar aðferðir við að stytta mismunandi buxum, hvernig er auðveldast að þrengja buxur, og einnig að breyta buxum. 

Hver kemur með buxur sem hann ætlar að vinna í.

Það sem að þarf að hafa með sér, er flík til að vinna, og helstu verkfæri til sauma, saumavél, skæri, títuprjónar, málband og svo framvegis.
En Sauma er með flest allt til sölu á staðnum svo sem efni, sniðapappír, nálar, tvinna, rennilása og tölur og margt fleira.