Örnámskeið í aðferðum til að sauma leðurtöskur.
Námskeiðið er haldið 17 september á laugardegi kl. 9-15 í Saumu að Hátúni 12, 105 Reykjavík.
Námskeiðið er 6 klukkustundir og kostar 14.500 kr..
ATH. hægt er að sækja um styrk til stéttarfélaga vegna námskeiðsins.
Aðeins eru 7-9 þátttakendur á námskeiði, og það er fyrir fullorðna 18 ára og eldri.
Greiða þarf námskeiðsgjaldið til að tryggja sér pláss, inn á reikning 0117-26-25052, kt. 570889-1259,
Frekari upplýsingar veita Sveinn 892-1170 og Helga 664-1271 eða í sveinndal@sauma.is, einnig á https://sauma.is/
Athugið að þetta er námskeið fyrir fullorðna 18 ára og eldri.
Leiðbeinandi á námskeiðinu er Helga Rún Pálsdóttir klæðskerameistari og fatahönnuður, leikmynda-og búningahöfundur og hattahönnuður. Helga Rún er með mikla reynslu í saumaskap og sniðagerð og hönnun, og er meðal annars formaður sveinsprófnefndar í klæðskurði.
Á námskeiðinu læra nemendur að sauma leðurtösku að eigin vali.
Farið er í gegnum það helsta sem þarf að hafa í huga við töskugerð, þ.e. rennilásaísetning, límingar, strappasaumur, límstyrkingar, hnoð, segullásar o.fl.
Gott að vera búin að útvega sér teflon fót á saumavélinaí Pfaff til að auðvelda leðursauminn.
Nemendur koma með helstu saumaverkfæri s.s. saumavél, skæri, tvinna, málband, reglustiku, sníðapappír, krít, títuprjóna og litlar klemmur.
Leður, efni, leðurnálar, tvinni og allt sem þarf til töskusaumsins fæst í Saumu og unnið er með leður og efni
Á námskeiðinu er unnið með efni úr Saumu, enda Leður, efni, rennilásar, leðurnálar, tvinni, leðurpennar, leðurflísilín og allt sem þarf til töskusaumsins fáanlegt í Saumu .
Það sem að þarf að hafa með sér, eru helstu verkfæri til sauma, saumavél, skæri, títuprjónar, málband og svo framvegis.
En Sauma er með flest allt til sölu á staðnum svo sem mikið úrval af efnum, sniðapappír, nálar, tvinna, tölur, borða, snúrur, rennilása og margt fleira.