Áfram í innihald
Búðardrengurinn ástfanginn og SKÍTTU Á ÞIG!

Búðardrengurinn ástfanginn og SKÍTTU Á ÞIG!

Það gerðist í Saumu að ung og falleg stúlka kom inn í búðina og var með litlar útsaumaðar myndir og vantaði sléttflauel kringum myndirnar og í púðarbök. Það merkilega í þessu öllu var að ekki var hún eingöngu falleg heldur líka virkilega hress, drepfyndin og skemmtileg. Mátti sjá langar leiðir að búðardrengurinn var dálítið skotinn í stúlkunni. Hann dró inn búmbuna svo að á stundum var hann við það að kafna og briddaði upp á öllum uppáhalds aulatilsvörum sem hann hefur safnað saman á sínum langa ferli. Eftir að hafa afgreitt hana með flauelið og komið var á kassann sagðist stúlkan vera dunda sér við þennann útsaum og t.d. fyrir síðust jól hafi hún saumað út setningar sett í ramma og gefið í jólagjöf.

Já, svona "Drottinn blessi heimilið" eða "Gleðileg Jól" spurði búðardrengurinn.
Nei, sagði stúlkan, honum Stebba gaf ég t.d. "SKÍTTU Á ÞIG".
Því miður er ca. 35 ára aldursmunur á búðardrengnum og þessari yndislega fáguðu og fallegu stúlku og verður því ekki af frekari samfundum þeirra, starfsmanni allra mánaða henni mömmu til mikillar gremju.
GLEÐILEG JÓL!

Næsta grein Andlitsgrímugerð 3-D Mask