Áfram í innihald

Framhalds kvenfata saumanámskeið

Framhalds kvenfata saumanámskeið í Saumu! 

Þetta framhalds saumanámskeið er fyrir þau sem hafa komið á námskeið til okkar áður (þar sem ekki er farið í sama efni og á fyrra námskeiði) og einnig er þörf á heimavinnu milli kvölda og ætlast til að fólk hafi saumað áður.

Kvöldnámskeið 4 kvöld, einu sinni í viku frá kl. 18-21.

Október 2022

Miðvikudagskvöld 5, 12, 19 og 29 október 2022

Þátttakendur sauma sér flík að eigin vali, og unnið er með efni úr Saumu, en þátttakendur fá 30% afslátt af efniskaupum.

Saumanámskeiðið er haldið í Saumu að Hátúni 12, 105 Reykjavík.

Leiðbeinandi á námskeiðinu er Helga Rún Pálsdóttir klæðskerameistari og fatahönnuður, leikmynda-og búningahöfundur og hattahönnuður. Helga Rún er með mikla reynslu í saumaskap og sniðagerð og hönnun, og er meðal annars formaður sveinsprófnefndar í klæðskurði.

Námskeiðið er 12 klukkustundir og kostar 25.000. kr. ATH. hægt er að sækja um styrk til stéttarfélaga vegna námskeiðsins, þið fáið greiðslukvittun við komuna á námskeiðið.
Staðfestingargjald 8.000. kr. þarf að greiða í síðasta lagi viku fyrir námskeiðið til að tryggja sér pláss, inn á reikning 0117-26-25052, kt. 570889-1259, restin af námskeiðsgjaldinu er svo greitt áður en námskeiðið byrjar.
Frekari upplýsingar veita Sveinn 892-1170 og Helga 664-1271 eða í sveinndal@sauma.is.

Aðeins eru 6-8 þátttakendur á námskeiði.

Á námskeiðinu saumar hver sér flík að eigin vali, og nú eru valin aðeins flóknari flíkur en á grunnsaumanámskeiðinu t.d kápa, jakki, kannski fóðraður kjóll, pils, vesti, buxur.

Unnið er með snið úr sníðablöðum en einnig er hægt að taka upp snið af flík ef vill.

Farið er í ýmis smáatriði eins og vasa saum, paspóleraða vasa, rennda vasa, hand gerð hnappagöt og paspóleruð hnappagöt, hvernig færa á til sniðsauma, hvernig á að stækka/ víkka snið, meira um límingar inní flíkur, kraga og ermalíningar, lista og falda hneppingu, tölu og hnappa áfestingar, stytta buxur, og eitthvað um handsaum, blind spor og falinn saum og hexispor.

Þar sem þetta er aðeins 4 kvölda námskeið þá er þörf á að vinna heima í flíkinni milli kvölda.

Það sem að þarf að hafa með sér, eru helstu verkfæri til sauma, saumavél, skæri, títuprjónar, málband og svo framvegis.
En Sauma er með flest allt til sölu á staðnum svo sem efni, sniðapappír, nálar, tvinna, rennilása og tölur og margt fleira.

Í ljósi þessara skrítnu tíma minnum við á að við erum með spritt og einnota hanska á staðnum og sótthreinsum borð og áhöld fyrir hvert kvöld, og reynum að virða nálgunarreglur, og komum með maska.