Áfram í innihald

Púðasaumur

Örnámskeið í Púðasaum.

Örnámskeið í aðferðum til að sauma púða.

Saumanámskeiðið er haldið í Saumu að Hátúni 12, 105 Reykjavík.

Kvöldnámskeið í 2 kvöld,- fimmtudagar 17. og 24. nóvember, kl. 18-21.

Á námskeiðinu er farið í nokkrar  einfaldar aðferðir við að sauma púða, og rennilása ísetningu.

Einnig kynntar skreytiaðferðir og púðafellingasaumur/vöfflusaumur.

Námskeiðið er 6 klukkustundir og kostar 13.500 kr..

ATH. hægt er að sækja um styrk til stéttarfélaga vegna námskeiðsins.

Aðeins eru 7-9 þátttakendur á námskeiði, og er fyrir fullorðna 18 ára og eldri.  

Greiða þarf námskeiðsgjaldið til að tryggja sér pláss, inn á reikning 0117-26-25052, kt. 570889-1259, 

Frekari upplýsingar veita Sveinn 892-1170 og Helga 664-1271 eða í sveinndal@sauma.is, einnig á  https://sauma.is/
Athugið að þetta er námskeið fyrir fullorðna 18 ára og eldri.

 

Leiðbeinandi á námskeiðinu er Helga Rún Pálsdóttir klæðskerameistari og fatahönnuður, leikmynda-og búningahöfundur og hattahönnuður. Helga Rún er með mikla reynslu í saumaskap og sniðagerð og hönnun, og er meðal annars formaður sveinsprófnefndar í klæðskurði.

Á námskeiðinu er unnið með efni úr Saumu, enda mikið úrval af efnum, en þátttakendur fá 30% afslátt af efniskaupum á meðan á námskeiðinu stendur.

Það sem að þarf að hafa með sér, eru helstu verkfæri til sauma, saumavél, skæri, títuprjónar, málband og svo framvegis.

En Sauma er með flest allt til sölu á staðnum svo sem mikið úrval af efnum, sniðapappír, nálar, tvinna, tölur, borða, snúrur, rennilása og margt fleira.